Öll niðurhöl

Náðu í.pkg skrána og tvísmelltu á hana. Þá fer uppsetning í gang sem leiðir þig í gegnum uppsetningu. Eftir það getur þú farið inn í /Applications og dregið Svarboxið í flýtivalröndina.


Hér getur þú náð í .zip skrá sem er góður kostur fyrir þá sem ekki eru með réttindi til að keyra uppsetningu með .pkg skránni hér að ofan.

Náðu í .zip skrána og tvísmelltu á hana. Þá birtist Svarboxið í sömu möppu í skráarkerfinu og .zip skránni var hlaðið í. Hægt er að keyra Svarboxið þaðan beint eða flytja á annan stað.