Spurt & Svarað

Umsókn

Hér er hægt er að sækja um ókeypis útgáfu af Svarbox netspjalli sem inniheldur eingöngu eitt sæti fyrir þjónustufulltrúa. Til að fleiri en einn geti skráð sig inn til að taka á móti samtölum þarf að velja fleiri en eitt sæti og fer verð eftir verðskrá.

Um leið og búið er að sækja um er hægt að stilla útlit og virkni viðmót spyrjenda, bæta við þjónustufulltrúum, stilla opnunartíma. Þegar allar stillingar eru komnar getið þið sett inn kóðann fyrir viðmóti spyrjenda inn á vefsíður ykkar, en kóðinn er birtur neðst á síðu nefnd „Svarbox þjónusta“ á innri vef.

Gott er að senda þeim sem sjá um lén félagsins eftirfarandi SPF færslu sem þarf að bæta við lénið sem þjónustufulltrúar senda pósta út frá.

include:spf.svarbox.is

Svarbox forrit þjónustufulltrúa

Fyrst þarf að hlaða niður forritinu.
Windows

Þegar tvísmellt er á skrána sem hlaðið var niður fer í gang uppsetningarferli. Í uppsetningarferli er flýtileið sett á skjáborðið og í lok þess er Svarboxið keyrt.

MacOS

Það þarf fyrst að afþjappa .zip skránni sem náð er í og þá er Svarbox.app skráin keyranleg. Það er valkvætt að draga Svarbox.app yfir í Applications möppuna. Þegar tvísmellt er á forritið fer það í gang.

Linux

Fyrir þá sem nota .deb uppsetningarskrár (t.d. Ubuntu og Debian) þá er tvísmellt á skrána, sem hlaðið er niður og uppsetningu gefin réttindi.

Hægt er að fá .tar.gz fyrir þá sem ekki setja upp forrit sín með .deb skrám.

Eldveggur

Ef tölvur þjónustufulltrúa eru bak við eldvegg þarf að opna fyrir IP töluna 193.4.59.105 með tcp-porti 3485.

Skilaboðaskjóðan birtist fyrir utan opnunartíma og á opnunartíma þegar enginn þjónustufulltrúi er merktur „virkur“. Þjónustufulltrúar fá tölvupóst um að skilaboð hafa verið skilin eftir og eru þau aðgenileg í gegnum Svarbox forritið og modernus.is.
Innskráning

Netfang er skrifað inn þar sem @ merkið er og lykilorð fyrir neðan það. Hægt er að vista lykilorðið inn með því að haka í „muna eftir mér“ (e. remember me) takkann. Einnig er hægt að haka við „sjálfvirk innskráning“ (e. log in automatically) takkann til þess að skrá inn sjálfvirkt þegar forritið er opnað. Hægt er að smella á „týnt lykilorð“ ef viðkomandi starfsmaður man ekki lykilorð sitt og hefur ekki vistað það inn.

Taka við samtali

Spyrjendur birtast á lista efst í forritinu þegar þeir koma í spjall. Til þess að taka við spjalli þarf starfsmaður að smella á línuna þar sem nafn spyrjandans kemur fyrir. Þegar spyrjandi opnar Svarbox hefst talning (biðtími) og sjá starfsmenn hversu lengi viðkomandi aðili hefur beðið eftir þjónustufulltrúa.

Sniðmát

Þegar spjall er hafið er hægt að smella á takka með mynd af textamerki (sjá mynd). Þar er hægt að velja tilbúinn texta (Sniðmát) og senda á spyrjanda (t.d. „Góðan dag, hvernig get ég aðstoðað þig?“).

Til að búa til nýtt smiðát er breyta takkinn valinn fyrir ofan lista sniðmáta. Þá kemst þú á sér skjá með plús hnapp til að bæta við nýju sniðmáti. Þá birtist auð lína efst þar sem hægt er að setja inn texta og með því að smella á textareitinn birtist val um breytur eins og nafn spyrjanda (e. customer name). Hér er dæmi um slíkt:

Góðan dag, hvernig get ég aðstoðað þig %USER_NAME%?

Hægt er að hafa textasniðmát aðgengilegt eingöngu sér eða öllum þjónustufulltrúum með því að smella á mynd af brjóstmynd af einum eða þrem notendum. Ef mynd er af þremur er textasniðmátið öllum sýnilegt.

Mynd af stillingarsíðu Svarbox spjallgluggans
Áframsending samtals

Til að senda spjall yfir á annan þjónustufulltrúa er hægt að smella á örvatakkann vinstra meginn við broskallinn. Þá birtist listi yfir innskráða starfsmenn og deildir þar sem þjónustufulltrúi velur þann sem hann vill senda samtalið á. Samtal birtist þá hjá þeim aðila í heilu lagi og hann tekur við.

Senda skjöl

Til að senda mynd er spjall haft opið, smellt er á mynd af skrá (sjá mynd fyrir ofan). Þar kemur listi yfir skjöl sem hlaðnar hafa verið upp áður, eingöngu þarf að smella á nafn myndar til að senda hana. Til að senda nýja skrá er smellt á vinstri hnappinn fyrir ofan skráalistann, merkt með pílu sem bendir upp á skjali. Hægt er að draga skrá inn í glugga eða smella á „veldu skrá“ hnapp til að velja skrá. Ekki er nauðsinlegt að fylla út nafn, lýsingu á skrá eða hvort að vista skuli skrá svo að hún birtist á listanum. Þegar smellt er á hlaða upp hnapp fær viðtakandi hlekk í skrána. Skrám sem ekki eru vistaðar er eytt.

Stillingar

Hægt er að smella á netfangið sitt efst í hægra horninu og smella þar á „stillingar“. Þar er m.a. hægt að setja inn mynd sem spyrjendur sjá og nafn viðkomandi starfsmanns. Þessu er síðan hægt að breyta hvenær sem er.

Skoða samtöl aftur í tímann

Hægt er að smella á flipa sem segir „modernus.is“ vinstra meginn á síðunni til þess að skoða gömul samtöl 4 mánuði aftur í tímann. Þar er einnig hægt að svara ósvöruðum skeytum sem hafa borist í skilaboðaskjóðuna þegar kúnnar spjalla utan opnunartíma (eða þegar enginn starfsmaður er tiltækur).

Svarbox kóðinn

Auðvelt er að láta Svarbox viðmót spyrjenda birtast á vef með því að setja inn kóðann á heimasíðu í header eða rétt fyrir lok á body. Eingöngu þarf að skipta út 0000 í dæminu fyrir neðan yfir í númer þjónustunnar.

<script defer src="https://config.svarbox.is/bootstrap/0000"></script>

Ef Svarboxþjónusta er með margar deildir er val um þær á innskráningarsíðu.
Svarbox kóði fyrir einstaka deild

Spyrjendur fara beint í samband við deild samkvæmt númeri skilgreint með g skilyrðinu í beiðni og fá því ekki val um deild við innskráningu.

<script defer src="https://config.svarbox.is/bootstrap/0000?g=1"></script>

Svarbox kóði fyrir tungumál

Ef tungumál eru uppsett er hægt að bæta við auðkenni þess í beiðnihluta slóðarinnar á þessa vegu:

<script defer src="https://config.svarbox.is/bootstrap/0000?l=en"></script>

Breyta spjallblöðru

Spjallblaðran er sá hnappur sem spyrjendur sjá á vefsíðu og smella á til að komast í samband við þjónustufulltrúa ykkar. Hægt er að breyta útliti og virkni spjallböðrunnar.
Dæmi um spjallblöðru
Litur blöðru

Hægt er að velja hvaða lit sem er og gegnsæi. Litir eru valdir annaðhvort með litavali okkar eða með því að setja inn litarkóða í textareit. Athugið að fjarlægja bil á milli stafa. Sjá dæmi um litakóða:

  • red
  • #ff0000
  • rgb(255,0,0)
  • rgba(255,0,0,0.75)
  • hsla(0,100%,50%,0.75)
Tilkynning

Þegar spyrjandi hefur lagt niður Svarbox spjallgluggann svo að eingöngu Svarbox blaðran sjáist, en ekki spjallið, birtist tilkynning um ólesin skilaboð. Fyrst birtist talblaðra með skilaboðum frá þjónustufulltrúa í smá stund og hverfur, eftir stendur blikkandi litur í Svarbox hnapp til að fanga athygli spyrjanda.

Sprettitexti

Texti sem birtist þegar spyrjandi setur músina fyrir Svarbox hnappinn. Sniðugt er að skrifa „spjallaðu við okkur“ eða „netspjall“ til að benda tilvonandi spyrjanda hvað spjallblaðran gerir.

Sýna hnapp utan þjónustu

Mögulegt er að fela Svarbox blöðruna utan opnunartíma eða þegar enginn er við. Þetta getur verið gott fyrir þá sem vilja ekki taka við skilaboðum utan þjónustutíma.

Myndir

Hægt er að velja á milli mynda og láta birtast mismunandi eftir því hvort að þjónustan er opin eða lokuð.

Yfirskrifa útlit

Vefforritarar vefsvæðis geta yfirskrifað útlit Svarboxins og aðlagað enn meir að þeim vef sem þeir sjá um. Hér er dæmi um hvernig á að færa Svarbox hnappinn frá neðra hægra horni vefsíðu fyrir á neðra vinstra horn.

div.svarbox__floatingButtonCircle, div.svarbox__floatingButtonText { left: 32px; }

Breyta spjallglugga

Hægt er að breyta útliti, textum og virkni spjallgluggans og sjá útlitsbreytingar uppfærast. Um leið og smellt er á vista hnapp fara breytingar út á vefinn. Sjáið nánari útskýringar hér fyrir neðan fyrir helstu möguleikum um virkni.
Dæmi um spjallglugga
Strax í bið eftir spjalli

Spyrjendur þurfa ekki að slá inn upplýsingar um sig fyrirfram heldur fara þeir strax í biðröð með sjálfgefna notendanafninu „User“ ef hakað er við þennan möguleika. Ef innskráningarform er birt geta spyrjendur valið hvað þeir eru kallaðir á meðan bið stendur. Ef ekki er hakað í að strax sé farið í bið eftir spjalli er innskráningar krafist áður en spyrjandi fer í biðröð eftir að tekið er við samtali hans.

Innskráning

Spyrjendur hafa möguleika á að gefa upp upplýsingar um sig, eins og gælunafn og netfang. Ef þessi valmöguleiki er ekki valinn þarf að virkja fyrri valmöguleika „strax í bið eftir spjalli“.

Innskráningarreitir

Hægt er að velja hvort að reitir, (gælu)nafn, netfang og tilvísun, séu birtir á innskráningarformi og hvort að spyrjendur eru krafðir þeirra áður en upplýsingar eru sendar. Einnig er hægt að velja texta fyrir þessa reiti.

Byrja að skrifa strax

Hægt er að gera spyrjendum kleift að skrifa skilaboð strax áður en þjónustufulltrúi hefur tekið við samtali, á meðan spyrjandi er í bið. Þegar þjónustufulltrúi tekur við spjallinu sendast skilaboð spyrjandans á þjónustuflltrúans, annars ekki.

Skilaboðaskjóða

Mögulegt er að sýna spyrjendum skilaboðaskjóðu utan opnunartíma eða enginn þjónustufulltrúi við. Það er form þar sem spyrjendur skilja eftir skilaboð. Ef þessi valmöguleiki er ekki virkur er spyrjanda birtur „enginn við“ texti sem er valkvæmur.

Tilkynning

Til að breyta texta um upplýsingastefnu ISNIC þarf að hafa samband við support@svarbox.is frá netfangi yfirnotanda til að hafa samráð um breytingu.

Sýsla með Svarbox þjónustu

Setja þarf inn vefslóð eins og https://vefslóð.is og fjölda sæta sem þjónustufulltrúar geta notað. Fjöldi sæta er hámarksfjöldi innskráðra þjónustufulltrúa.
Hámarksfjöldi þjónustufulltrúa

Ókeypis er að vera með eitt sæti fyrir þjónustufulltrúa, en hægt er að fjölga þeim. Til þess þarf fyrst að fylla út upplýsingar um félag. Þegar fjölda þjónustufulltrúa er breytt hefst nýtt tímabil sem greiða þarf fyrir. Því er best að gera breytingar við lok líðandi tímabils sem búið er að greiða fyrir.

Sýsla með þjónustufulltrúa

Ekki er hámark á fjölda boða né skráðra þjónustufulltrúa í kerfið, eingöngu á fjölda þeirra sem innskráðir eru á sama tíma.
Mynd af valmöguleika um að senda boð á nýja þjónustufulltrúa
Dæmi um yfirnotanda
Dæmi um þjónustufulltrúa
Bæta við þjónustufulltrúa

Yfirnotendur geta sent boð á nýja þjónustufulltrúa til að veita þeim aðgang að kerfinu. Boð eru send á það netfang sem sett er inn og smellt á „senda boð“ hnapp.
Athugið að notandur sem þegar eru til í kerfinu er strax veittur aðgangur og fá ekki boð í tölvupósti.

Á meðan að þjónstufulltrúi hefur ekki staðfest netfangið sitt og valið lykilorð, er hann merktur sérstaklega á lista þjónustufulltrúa sem óstaðfestur.

Þegar boð er sent er fær viðkomandi tölvupóstur með staðfestingarhlekk sem smella skal á. Þar getur tilvonandi þjónustufulltrúi valið lykilorð og verður hann þá virkur. Eftir að lykilorð er valið getur þjónustufulltrúi skráð sig inn í Svarbox forritið.
Sjá leiðbeiningar um uppsetningu Svarbox forritsins.

Eyða út þjónustufulltrúa

Eingöngu þarf að smella á hnapp merktann með ruslatunnu til að fjarlægja notenda.

Breyting yfirnotandaréttinda

Til að flytja þjónustufulltrúa yfir í hóp yfirnotanda er smellt á örina sem vísar upp í átt að lista yfirnotenda. Svo til að taka yfirnotendaréttindi af ákveðnum yfirnotanda er smellt á ör við hlið hans sem vísar niður í átt að lista þjónustufulltrúa.

Sýsla með deildir

Þjónustufulltrúar sjá eingöngu tilkynningar um spyrjendur sem koma inn í sína deild. Deildir hjálpa spyrjendum að komast beint í samband við réttann aðila strax.
Dæmi um deildir
Hægt er að stofna nýja eða eyða út deild með því að smella á happa með plúsi eða ruslafötu. Þegar deild er endurnefnt eða nýrri deild er bætt við þarf að smella á vista hnappinn eftir að viðeigandi nafn hefur verið sett inn í textareit.

Opnunartímar

Sjálfgefið er að Svarbox þjónusta er alltaf á opnunartíma, en birt lokuð ef enginn þjónustufulltrúi er tiltækur og tekið er við skilaboðum. Þegar Svarbox þjónusta er fyrir utan opnunartíma er það birt lokað þótt að þjónustufulltrúar séu tiltækir.
Sjá stillingar opnunartíma
Dæmi um dag sem er opinn allann daginn
Dæmi um dag sem er opinn frá 9:00 til 12:00 og 13:00 til 21:00
Að skilgreina opnunartíma

Þú getur skilgreint ákveðinn opnunartímabil innan ákveðins dags með því að smella á plúsinn fyrir neðan dag sem er merktur opinn. Þetta er sniðugt til þess að hafa lokað í hádeginu. Því næst er upphaf og endir opnunartímabils stillt og smellt á vista hnapp. Hægt er að fá fleiri opnunartímabil innan sama dags með því að smella á plús hnappinn aftur. Hægt er að eyða út opnunartímabili með því að smella á ruslatunnumerki.

Hafa dag opinn

Dagar sem merktir eru lokaðir er hægt að opna með því að smella á „lokað“ textann, valið „opið“ og svo á vista hnapp fyrir neðan.

Loka degi

Oft vilja fyrirtæki hafa laugardaga og sunnudaga lokaða. Til þess er fundinn dagur sem er merktur opinn allann daginn. Næst er skipt frá því að vera opið yfir í lokað og svo smellt á vista hnappinn. Ef dagurinn er ekki opinn allann daginn heldur er ákveðið tímabil skilgreint, þá er hægt að eyða tímabilinu með happnum merktum ruslafötu.

Skilaboð fyrir utan opnunartíma

Skilaboðaskjóðan birtist utan opnunartíma og á opnunartíma þegar enginn þjónustufulltrúi er merktur „virkur“. Þjónustufulltrúar fá tölvupóst um að skilaboð hafa verið skilin eftir og eru þau aðgenileg í gegnum Svarbox forritið og modernus.is.

Þegar skilaboðum er svarað er sendur tölvupóstur á netfang spyrjenda, annaðhvort frá netfangi þjónustufulltrúa eða sameiginlegu netfangi fyrirtækisins.

Mynd af stillingarsíðu sem sýnir sameiginlegt netfang og hvort að spyrjendum berst andsvar frá því eða netfangi þjónustufulltrúa
Mynd af stillingarsíðu sem sýnir að tilkynningar um skilaboð sendist á ákveðinn þjónustufulltrúa sem hakað er við
Tilkynningar um skilaboð

Tilkynningar um skilaboð frá spyrjenda er sent á netfang ákveðinna þjónustufulltrúa, eða sameigininlegt netfang fyrirtækisins. Í stillingum skilaboðaskjóðu er hægt að stilla sameiginlegt netfangt. Ef valið er að tilkynningar sendist á ákveðna þjónustufulltrúa birtist listi yfir þjónustufulltrúa og þeir sem hakað er við fá tilkynningar. Mundu eftir því að smella á vista hnappinn.

Virkja/afvirkja skilaboðaskjóðu

Það eru tvær leiðir til að afvirkja skilaboðaskjóðuna.

Annarsvegar er það með því að birta ekki skilaboðaskjóðuna í viðmóti spyrjenda, sjá stillingu hér fyrir ofan.

Hinsvegar er hægt að stilla Svarbox hnappinn svo að hann birtist ekki á vefsíðu fyrir utan opnunartíma, sjá leiðbeiningar hér fyrir ofan.

Forðast ruslpóstmerkingu

Til þess að minnka líkur á því að póstur verði merktur og sendur í ruslpóstinn er hægt að bæta við leyfi með SPF færslu á lénið sem netfangið á við: include:spf.svarbox.is